31. desember 2010 |
Örsaga gróðurs á Íslandi ...
Böðvar Jónsson í Skógum í Þorskafirði hafði samband og mælir eindregið með þætti á Rás eitt kl. 10.13 á nýársdagsmorgun. Þátturinn ber heitið Blessað veri grasið - örsaga gróðurs á Íslandi með ljóðrænu ívafi. Dagskráin er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur. Handrit þáttarins gerði Andrés Arnalds (sem ættaður er úr Gufudalssveitinni gömlu eins og öll Arnaldsættin - ættfaðirinn var Ari Arnalds alþingismaður) en lesarar eru leikararnir Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld og Viðar Eggertsson.
Umsjónarmaður hefur lesið handrit Andrésar og mælir með þættinum sem ljúfri morgunstund á hátíðisdegi.