18. nóvember 2021 | Sveinn Ragnarsson
Örvunarskammtar vegna COVID-19
Örvunarskammtar vegna COVID-19 – bólusett með Pfizer bóluefni
Boðið verður upp á örvunarbólusetningu fyrir fólk frá 16 ára aldri, að því gefnu að u.þ.b. 6 mánuðir séu liðnir frá seinni skammti af grunnbólusetningu og 2 vikur liðnar frá Inflúensubólusetningu, hafi fólk fengið hana. Dagsetningar fyrri bólusetninga má finna á heilsuvera.is
- Þau sem eru óbólusett eða hálfbólusett 12 ára og eldri eru velkomin.
Athugið að það þarf að skrá sig í bólusetninguna í síma 432 1450 eða með því að senda skilaboð á heilsuvera.is
Gert er ráð fyrir að bólusett verði flesta fimmtudaga á næstu vikum.
Minnum á að grímuskylda er á bólusetningarstað.