Tenglar

7. september 2011 |

Öryggi barna: Reykhólahreppur sinnir skyldu sinni

Börn í Reykhólahreppi í heimsókn á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í sumar.
Börn í Reykhólahreppi í heimsókn á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í sumar.

Reykhólahreppur sinnir skyldu sinni varðandi öryggi á leiksvæðum barna en mikill meirihluti sveitarfélaga gerir það ekki. Undanfarið hefur ítrekað verið fjallað í fréttum um mjög alvarlega vanrækslu sveitarfélaga á skyldubundinni árlegri skoðun varðandi öryggi barna á leiksvæðum. Ábendingar um slysagildrur á opinberum leiksvæðum, sumar lífshættulegar, eru hundsaðar ár eftir ár. Í þessum efnum er Reykhólahreppur gleðileg undantekning. Hann er einungis annað tveggja sveitarfélaga á Vestfjörðum sem hafa á þessu ári látið gera skyldubundna úttekt á leiksvæðum. Þar er um að ræða Reykhólaskóla og Hólabæ. Hitt sveitarfélagið er Bolungarvíkurkaupstaður með sinn grunnskóla, tónlistarskóla og tvo leikskóla.

 

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar í dag.

 

Reglugerð um árlega aðalskoðun leiksvæða var sett árið 2003 og hefur Umhverfisstofnun yfirumsjón með framkvæmd hennar. Síðan reglugerðin var sett hefur t.d. Reykjavíkurborg aðeins einu sinni látið gera slíka skoðun. Í fréttum Ríkisútvarpsins hefur undanfarið verið greint frá tilgangsleysi þess að vekja athygli á slysagildrum á leiksvæðum barna í Reykjavík.

 

Á landinu öllu eru yfir 450 leikskólar og grunnskólar þar sem aðalskoðun leiksvæða skal fara fram árlega, auk svokallaðra opinna leiksvæða sem ekki er til nákvæm tala yfir. Á vef Umhverfisstofnunar segir, að talið sé að árið 2009 hafi einungis um 20% leiksvæða hlotið aðalskoðun.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31