Tenglar

3. maí 2022 | Sveinn Ragnarsson

Öryggis- og gæðastjóri á Reykhólum

Vésteinn Tryggvason, mynd Skessuhorn
Vésteinn Tryggvason, mynd Skessuhorn

Í Skessuhorni er þáttur sem kallast Dagur í lífi... síðast var forvitnast um dag í lífi Vésteins Tryggvasonar.

 

Nafn: Vésteinn Tryggvason.

 

Fjölskylduhagir/búseta: Einhleypur og barnlaus.

 

Starfsheiti/fyrirtæki: Öryggis- og gæðastjóri hjá Þörungaverksmiðjunni.

 

Áhugamál: Ferðalög, matargerð og tónlist.

 

Dagurinn: Þriðjudagurinn 12. apríl 2022.

 

Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði klukkan 6:50 og slökkti á podcastinu sem var búið að vera í spilun alla nóttina.

 

Hvað borðaðirðu í morgunmat? Borða vanalega ekki morgunmat en stalst samt í litla sneið af gulrótarköku þegar ég var kominn í vinnuna.

 

Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Keyrði til vinnu klukkan 7:20.

 

Fyrstu verk í vinnunni? Halda morgunfund með starfsfólki og skoða tölvupóstinn.

 

Hvað varstu að gera klukkan 10? Fylgjast með löndun úr skipinu okkar Gretti.

 

Hvað gerðirðu í hádeginu? Fór út á hráefnisplan og tíndi ferskan krækling úr þarahrúgunni.

 

Hvað varstu að gera klukkan 14? Vinna uppi á skrifstofu við skýrslugerð og fleira.

 

Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Rétt fyrir fimm tók ég einn hring niðri í verksmiðju og lét mig svo hverfa.


Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór í sund. Fer alltaf í sund eftir vinnu þá daga sem er opið í lauginni. Er vanalega fyrstur ofan í og næ þannig nokkrum mínútum í friði og ró, fljótandi eins og rekaviður í djúpu lauginni.

 

Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Ég eldaði mér kræklingapasta með kræklingnum sem ég tíndi í vinnunni.

 

Hvernig var kvöldið? Rólegt og fallegt eins og flest kvöld í sveitinni.

 

Hvenær fórstu að sofa? Leið út af upp úr klukkan 11.

 

Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Stillti vekjaraklukkuna á hæfilegan tíma.

 

Hvað stendur upp úr eftir daginn? Hvað það var fallegt veður og hvað ég gat verið mikið úti í sólinni.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30