Tenglar

10. janúar 2012 |

Ósamkomulag varðandi Atvinnuþróunarfélagið

Sveitarfélagaskipan. Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).
Sveitarfélagaskipan. Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).

Ósamkomulag er meðal eigenda Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (AtVest) vegna tillögu Fjórðungssambands Vestfirðinga um slit á félaginu. Tillöguna átti að bera upp á hluthafafundi sem halda átti í gær en var frestað um hálfan mánuð. Tillaga þessi felst í því að Fjórðungssambandið yfirtaki alla starfsemi AtVest og var miðað við að sameining tæki gildi um síðustu áramót. Hluthafar í AtVest eru liðlega hundrað og þeirra stærstir Byggðastofnun, Fjórðungssambandið (og þar með Reykhólahreppur) og AtKonur.

 

Beiðni barst frá einum hluthafa um að fundi yrði frestað vegna ósamkomulags í hluthafahópnum um tillöguna. Taldi hluthafinn mikilvægt að fresta fundinum til að vinna að sátt um málið. Þá benti hann á álitamál um tilgreinda fresti við boðun fundarins og misræmi í dagskrá hans varðandi slit á félaginu. Stjórn AtVest samþykkti að fresta boðuðum fundi til 23. janúar.

 

„Það eru vissulega skiptar skoðanir um þá leið að Fjórðungssambandið yfirtaki rekstur AtVest en það er hlutverk stjórnar að gera AtVest rekstrarlega starfshæft í ár. Við erum að fylgja því eftir, sem og að fylgja eftir ákvörðun sem tekin var á aukafjórðungsþingi sem haldið var 25. nóvember“, segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík og formaður stjórnar AtVest.

 

Frá þessu er nánar greint á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Sjá einnig:

28.11.2011  Sameiningar í stoðkerfi Vestfjarða samþykktar

24.11.2011  „Stoðeiningar“ Vestfjarða sameinaðar í eina stofnun?

 

Vefur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða

Vefur Fjórðungssambands Vestfirðinga

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31