24. janúar 2015 |
Óskað eftir endurupptöku vegna Teigsskógar
Skipulagsstofnun hefur nú til meðferðar beiðni Vegagerðarinnar um að stofnunin noti heimildir í lögum og reglum til að taka aftur upp úrskurð sinn um umhverfismat vegna leiðar B um Teigsskóg í Þorskafirði. Á vef Vegagerðarinnar má finna fyrra umhverfismat, sem fram fór árið 2005 og fjallaði um aðra veglínu en núna er gert ráð fyrir, og beiðnina um endurupptöku ásamt gögnum sem hún byggist á.