Tenglar

13. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Óskað eftir fundi um vegamál í Gufudalssveit

Leiðirnar sem fram koma í ólíkum tillögum og úttektum Vegagerðarinnar.
Leiðirnar sem fram koma í ólíkum tillögum og úttektum Vegagerðarinnar.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti í fyrradag að óska eftir fundi með Skipulagsstofnun og Vegagerðinni þar sem skoðaðir verði þeir kostir sem fram koma í svarbréfi Skipulagsstofnunar, sem þar var lagt fram. Um er að ræða svar við tillögu Vegagerðarinnar að matsáætlun Vestfjarðavegar 60 milli Bjarkalundar og Melaness, en þar hafnar stofnunin tillögunni.

 

Í svarbréfi Skipulagsstofnunar er málið rakið ítarlega og jafnframt greint frá lagaforsendum. Í lokin er kafli sem ber yfirskriftina Leiðbeiningar um frekari málsmeðferð. Þar segir í upphafi: „Varðandi framhald málsins bendir Skipulagsstofnun á eftirfarandi skref sem hægt er að stíga, enda mikilvægt að hægt verði að finna lausn á þessu máli sem fyrst og í sem mestri sátt.“

 

Þegar yfir þetta hefur verið farið í bréfinu segir að síðustu: „Skipulagsstofnun er tilbúin að funda með Vegagerðinni og sveitarstjórn Reykhólahrepps til að fara betur yfir stöðu málsins og mögulegar málsmeðferðarleiðir, komi fram ósk um það frá þessum stjórnvöldum.“

 

Eins og fram kemur hér að ofan hefur sveitarstjórn Reykhólahrepps ákveðið að óska eftir slíkum fundi.

 

Svarbréf Skipulagsstofnunar til Vegagerðarinnar, dags. 9. september 2014.

 

Sjá einnig:

Ný matsáætlun um Teigsskóg við Þorskafjörð

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29