Óskað eftir upplýsingum frá þeim sem veita þjónustu
Vefurinn Visitreykholahreppur.is er að fara endurnýja útlitið og óskar eftir upplýsingum frá ferðaþjónum og reyndar frá öllum sem veita þjónustu af einhverju tagi í héraðinu. Skráning á vefinn er frí, en hann hefur verið í eigu Hörpu Eiríksdóttur síðan hann var opnaður fyrir nokkrum árum.
„Vefurinn færist núna yfir á Báta- og hlunnindasýninguna og verður heimasíða hennar hér eftir. Sýningin vill auglýsa þá sem veita einhvers konar þjónustu í héraði, en til að fá ókeypis auglýsingu verður að senda til okkar réttar upplýsingar. Þær þurfa aðeins að vera á íslensku og við munum svo þýða yfir á ensku fyrir enska hlutann af síðunni,“ segir Harpa.
„Við munum ekki eltast við upplýsingar, svo endilega nýtið ykkur þetta flotta tækifæri og sendið okkur línu með opnunartíma, símanúmeri, netfangi og heimasíðu ef hún er til. Og smá um fyrirtækið, gistinguna eða verslunina, eða bara það sem er verið að bjóða upp á.“
Upplýsingarnar sendist í netfangið info@reykholar.is.