21. maí 2012 |
Óskar eftir frásögnum af haferninum
Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps með meiru leitar eftir skemmtilegum og áhugaverðum sögum sem tengjast haferninum og kynnum fólks af honum. Harpa er um þessar mundir að undirbúa sýninguna Arnarsetur Íslands í kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi, sem opnuð verður í næsta mánuði. Þar er ætlunin að hafa sögur af erninum og líka á væntanlegum vef Össuseturs Íslands ehf.
Sýningin Arnarsetur Íslands og Össusetur Íslands ehf. eru ekki alveg sama fyrirbærið þó að tengslin séu náin.
Hafið samband við Hörpu í síma 894 1011 eða í tölvupósti og látið henni sögur í té.