8. mars 2011 |
Öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu á Reykhólum
Öskudagsskemmtun verður haldin í íþróttahúsinu á Reykhólum á morgun, miðvikudag (öskudag), og hefst kl. 15. Kötturinn verður sleginn úr „kassanum“ en síðan verður diskótek með leikjum og fjöri. Kaffisala verður á vegum 8.-10. bekkjar og kostar 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir 6-16 ára. Ekki er ætlast til að nemendur mæti í búningum í skólann en gefinn verður tími í lok skóladags til að gera sig klára fyrir skemmtunina. Í tilkynningu frá Foreldrafélagi Reykhólaskóla segir að vopn (!) séu ekki leyfð á skemmtuninni.
Skólabílar fara á réttum tíma frá skólanum. Foreldrar eru minntir á að láta vita ef nemendur ætla ekki að fara heim með þeim. Foreldrafélagið vonar að nemendur og gestir sjáist hressir og kátir og eigi góða stund saman.