Tenglar

1. apríl 2016 |

Ótækt netsamband í Reykhólahreppi

Skjáskot úr fréttum RÚV.
Skjáskot úr fréttum RÚV.

„Netsambandsleysi bæja í dreifbýli stendur nútímalandbúnaði fyrir þrifum,“ segir Vilberg Þráinsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður á Hríshóli í Reykhólasveit, „maður kemst ekki í tölvupóst eða neitt.“ Rætt var við hann í fréttum Sjónvarpsins í vikunni. Hann hefur áhyggjur af því að ekki skuli vera veitt nægu fé í nettengingu á landsbyggðinni.

 

„Við þurfum að uppfylla ýmis skilyrði á rafrænu formi, til að uppfylla gæðastýringu og fá greiðslu frá ríkinu. Og þetta þurfum við að skrá samviskusamlega niður. Það getur reynst mjög heftandi þegar internetsamband er lélegt eins og það er hér.“

 

Hér má sjá og heyra viðtalið

 

Sjá einnig: Búendur á Hríshóli hlutu Landbúnaðarverðlaunin 2016

_______________________

 

Viðbót, frétt frá 12. júlí 2008: Enn verður bið á háhraðatengingum í dreifbýli

   

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, sunnudagur 03 aprl kl: 03:21

Umsjónarmaður var búinn að gleyma frétt varðandi háhraðatengingar, sem hann setti hér inn á vefinn sumarið 2008. Sú frétt og bæjaskráin sem þar er birt verður ef til vill að teljast nokkuð merkilegt innlegg í þetta mál, tæpum átta árum síðar. Tengli á þá frétt hefur nú verið bætt neðan við fréttina hér að ofan.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31