Tenglar

21. júní 2011 |

Óþægilegt að vita ekki stöðu Þörungaverksmiðjunnar

Ljósm. Árni Geirsson.
Ljósm. Árni Geirsson.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps sagði í fréttum RÚV, að svör skorti um stöðu Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum, sem er stærsti vinnustaðurinn í sveitarfélaginu með liðlega þrjátíu stöðugildi. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar hætti skyndilega fyrir skömmu og engar skýringar á brotthvarfi hans hafa fengist þrátt fyrir að ítrekað hafi verið leitað eftir þeim. Ingibjörg Birna segir það vera óþægilegt að vita ekki stöðu fyrirtækisins og fyrirvaralaust brotthvarf framkvæmdastjórans hafi komið á óvart.
 
Mikilvægt sé fyrir sveitarfélagið að Þörungaverksmiðjan verði áfram í rekstri. Hún kveðst hafa leitað eftir upplýsingum hjá fyrirtækinu en fátt hafi verið um svör.

 

27.02.2011  CreditInfo: Þörungaverksmiðjan er „framúrskarandi fyrirtæki“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30