Ótraust undirstaða skekur Vestfirði
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands dregur fram helstu veikleikana í byggð á Vestfjörðum. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir orðrétt: „Helst virðist vera ástæða til þess að hafa áhyggjur af þróun mála á Vestfjörðum.“ Það er síst ofmælt og seint verða skýrsluhöfundar sakaðir um að viðhafa stóryrði. Staðan á Vestfjörðum er grafalvarleg og einsdæmi á Íslandi.
Þannig hefst leiðari Kristins H. Gunnarssonar fyrrv. alþingismanns í blaðinu Vestfirðir í síðustu viku undir ofanritaðri fyrirsögn. Einnig segir hann m.a.:
Hagvöxtur á landsbyggðinni 2009-2013 var enginn, íbúum fækkaði um 1%. Frá 2000 fjölgaði starfandi á landsbyggðinni aðeins um 2%. Framleiðsla á mann er 2,5 milljónir króna eða 1 milljón króna lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignaverð á landsbyggðinni er 64% af verði á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er best en 31% þar sem það er lægst.
Fyrir Vestfirði eru kennitölurnar enn verri. Hagvöxtur minnkaði um 11% frá 2009 til 2013. Íbúum fækkaði um 6%. Launasumman á Vestfjörðum lækkaði um 10% frá 2009 miðað við breytingar launa á landinu öllu. Framleiðslan á mann var aðeins 2,2 milljónir króna á Vestfjörðum árið 2013 og er hvergi lægra á landinu. Framleiðslan á mann á Vestfjörðum er aðeins 70% af landsmeðaltali. Fasteignaverðið er það lægsta á landinu.
Hér má lesa pistil Kristins í heild