Tenglar

30. október 2021 | Sveinn Ragnarsson

Óuppfærður bannlisti

Rjúpnaveiði er bönnuð á eftirtöldum jörðum í Reykhólahreppi; 

 

                    Kinnarstöðum,

                    Skógum, 

                    Gröf,   

                    Múla í Þorskafirði,

                    Þórisstöðum,

                    Hyrningsstöðum,

                    Berufirði,  

                    Skáldsstöðum, 

                    Hafrafellslandi 3.

                    Gillastöðum.

 

Í ár er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.

  • Skv. ofanskráðu er veiði óheimil miðvikudaga og fimmtudaga á tilgreindu tímabili
  • Áfram er í gildi sölubann á rjúpum
  • Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir
  • Samkomulag er um að veiðar hefjist ekki fyrr en á hádegi þá daga sem veiðar eru heimilar.

Upplýsingar um veiðitímabil og fleira eru á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 

Ath.

Það skal tekið fram að listinn yfir jarðirnar hér að ofan er frá því í fyrra, en hann hefur verið lítið breyttur undanfarin ár.

Það hafa ekki allir umráðamenn jarða beðið um áframhaldandi birtingu veiðibanns, en listinn er birtur svona, því aldrei hefur komið beiðni um að fella út af honum jörð.

Ef einhverjar óskir koma um breytingar verður að sjálfsögðu orðið við því. Hægt er að hafa samband á vefstjori@reykholar.is, facebook, eða hringja í 894 7771.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31