Tenglar

9. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Óvænt sjón: Æðarkollur í tvíbýlishreiðri

Tvíbýlishreiðrið sérstæða í Skútunaustahólma.
Tvíbýlishreiðrið sérstæða í Skútunaustahólma.
1 af 7

Þær Guðlaug Jónsdóttir og Ása Björg Stefánsdóttir, mágkonur í Árbæ á Reykjanesi í Reykhólasveit, fóru núna fyrir nokkru eins og svo oft áður í dúnleit í Skútunaustahólma rétt inn með Þorskafirði. Þær Ása og Gulla hafa alla tíð verið í nánum tengslum og kynnum við æðarfuglinn og stundað dúntekju í áratugi, en þarna sáu þær nokkuð sem þær höfðu aldrei séð fyrr: Sambýlishreiður sem tvær kollur hafa gert sér, fullt af dún og allt í sátt og samlyndi hjá þeim. Kannski þær séu eineggja tvíburar, segir Ása. Væri víst kallað parhús ef mannfólkið ætti í hlut.

 

Ása tók myndirnar sem hérna fylgja nema myndina af henni sjálfri, sem Gulla tók. Margar fleiri myndir úr ferðinni er að finna undir Ljósmyndir, myndasöfn - Myndasyrpur - Dúnleitarferð 2013 (valmyndin hér vinstra megin).

 

Athugasemdir

Björg Baldursdóttir, mivikudagur 10 jl kl: 11:51

Það er greinilegt að þessum maddömum hefur komið vel saman þót æðarkollur séu oft heldur geðríkar. Kannast vel við þetta sambýlisform heiman úr Vigur. Það voru yfirleitt a.m.k eitt til tvö ´"parhús" í varpinu á hverju ári. Eitt sinn verptu tvær kollur í sama hreiðrið við gangspilið á hlaðinu og þar lágu þær báðar á í sátt og samlyndi get ég fullyrt því við höfðum þær fyrir augunum allan daginn. En það var óneitanlega dálítið þröngt á þeim.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30