Tenglar

29. janúar 2016 |

Óveðrið sem leiddi til endurreisnar Reykhólakirkju

Reykhólakirkjan gamla á Rauðasandi. Ljósm. Sögusmiðjan.
Reykhólakirkjan gamla á Rauðasandi. Ljósm. Sögusmiðjan.
1 af 3

Jónas Ragnarsson nefnir í dálkinum Þetta gerðist í Morgunblaðinu í dag, að liðin eru fimmtíu ár síðan kirkjan í Saurbæ (Bæ) á Rauðasandi fauk. „Þetta var eitt versta norðaustanveður sem vitað var um.“ Hvað kemur það Reykhólavefnum við? mætti spyrja. Jú, þetta kirkjufok, þar sem ekkert stóð eftir nema predikunarstóllinn, varð til þess að önnur kirkja, sem sjálf hafði fokið en verið endurbyggð, var flutt vestur á Rauðasand og reist þar í stað þeirrar sem fauk.

 

Það var gamla kirkjan á Reykhólum.

 

Núverandi kirkja á Reykhólum var vígð 1963. Gamla kirkjan stóð hins vegar á sínum stað fram til 1975, þegar hún var tekin ofan. Allir viðir hennar voru merktir, þannig að auðvelt yrði að koma henni einhvers staðar upp á ný, ef svo bæri undir, og fluttir suður á land til varðveislu. Þar höfðu viðarbúntin þó stuttan stans, því að fljótlega var ákveðið að endurreisa kirkjuna vestur á Rauðasandi í stað þeirrar sem burtkallaðist í veðrinu mikla fyrir hálfri öld.

 

Myndir nr. 2 og 3 eru úr skjalasafni Húsameistara ríkisins hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

 

Sjá nánar:

Tvö kirkjufok og búferlaflutningar Reykhólakirkju

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31