Tenglar

10. október 2020 | Sveinn Ragnarsson

Óvenjulegt fjórðungsþing

1 af 3

65. Fjórðungsþingi Vestfirðinga - haustþingi var að ljúka. Þetta var um margt óvenjulegt þing en þótti að flestu leyti heppnast vel. Það fyrirkomulag að halda þingið í fjarfundi var nýnæmi, en þar sem flestir eru orðnir nokkuð vanir að nota fjarfundabúnað gekk þinghaldið ágætlega. Fundarmenn voru almennt ánægðir með framgang mála á þinginu, framsetning mála var markviss, umræður málefnalegar og afgreiðsla skilvirk.

 

Samkomulag var á þinginu um að Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafjarðarbæ, verði áfram formaður stjórnar Fjórðungssambandsins fram að 66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga - haustþingi, en þá taki Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólum við og verði formaður út kjörtímabilið.

 

Nánari fréttir verða birtar af ályktunum og niðurstöðum þingsins eftir helgi. 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31