Tenglar

9. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Óvíst að full hreyfigeta fáist í hnéð

Játvarður Jökull gengur við hækjur og er ekki enn farinn að stíga í fótinn. Sleðinn er í garðinum.
Játvarður Jökull gengur við hækjur og er ekki enn farinn að stíga í fótinn. Sleðinn er í garðinum.
1 af 2

Tveir mánuðir eru síðan Játvarður Jökull Atlason á Reykhólum slasaðist þegar hann var á ferð á vélsleða efst í Töglunum upp af botni Þorskafjarðar. Hann var hálfan mánuð á sjúkrahúsi en er núna heima á góðum batavegi og gengur við hækjur. „Sköflungurinn brotnaði inn í hjáliðinn þannig að liðamótin brotnuðu. Ég fór í aðgerð daginn eftir slysið, brotunum var raðað upp og þetta var allt skrúfað saman, ég held að það hafi verið notaðar sjö skrúfur,“ segir hann. „Ég byrjaði fyrir nokkru í sjúkraþjálfun og núna er ég bara heima að gera æfingar til að styrkja mig og hnéð er orðið nokkuð liðugt. Mér finnst ég vera tilbúinn að stíga í fótinn en er ekki búinn að fá grænt ljós á það frá læknunum.“

 

Játvarður segir að hnéð muni að líkindum aldrei verða jafngott. „Ég vænti þess hins vegar að verða það góður að þetta muni ekki há mér. Líklega á ég þó alltaf eftir að verða eitthvað var við þetta og ekki víst að ég nái fullri hreyfigetu í hnéð. En ég er kominn ansi langt núna.“

 

Vélsleðinn og Játvarður Jökull eru jafnaldrar, báðir hálfþrítugir. Svo merkilegt sem það kann að virðast, þá fer hann (sleðinn) í gang. „Þegar slysið varð fór ég að reyna að koma mér í símasamband. Ég setti sleðann í gang en gat ekki keyrt hann því að það var ekki hægt að stýra honum. Hann virkar í rauninni að öllu leyti nema hvað stýrisbúnaðurinn er ónýtur.“

 

Aðspurður hvort hann hyggist gera við sleðann segir Játvarður: „Það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug! Ég reikna nú samt ekki með því.“

 

Játvarður Jökull vill koma á framfæri innilegum þökkum til allra sem hafa liðsinnt honum vegna þessa slyss og afleiðinga þess, fyrst björgunarsveitinni og Gæslunni og síðan læknum og hjúkkum og öðrum sem þar hafa komið við sögu.

 

Sjá einnig:

07.03.2014 Játvarður Jökull í aðgerð í dag

25.03.2014 Batt fótinn við lærlegginn

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31