24. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is
Pantið miða á kvöldskemmtunina sem allra fyrst
Fólk er hvatt til að panta miða á kvöldskemmtun Reykhóladaganna í íþróttahúsinu á laugardagskvöld sem allra fyrst - árviss áminning! Það má m.a. gera í netfanginu reykholar2013@gmail.com. Jafnframt verður forsala í skólanum kl. 16-19 í dag, miðvikudag, og á morgun kl. 12-13 og 16-19. Líka má utan þess tíma hringja í síma 691 6960 og mæla sér mót.