Tenglar

16. apríl 2019 | Sveinn Ragnarsson

Páskaeggjaleit í Hvanngarðabrekkunni

Hin árlega páskaeggjaleit fer fram nk. laugardag, 20. apríl kl. 12.00. 

Í þetta skiptið eru það 260 egg sem eru falin víðsvegar um svæðið.

 

Reglur leiksins eru þannig að hvert egg er skráð og þarf að koma með það í skráningu áður en lengra er haldið og leitinni haldið áfram. Eftir að egg hefur verið skráð fundið þá má fara aftur og finna næsta egg og þannig koll af kolli þangað til öll eggin eru fundin.

 

Skemmtileg samverustund fyrir fullorðna og börn. Njótum þess að vera saman með börnunum okkar. Sjáumst á laugardaginn.

 

Tómstundafulltrúi

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31