Tenglar

26. mars 2018 | Sveinn Ragnarsson

Páskaeggjaleit laugardaginn 31. mars

Úff, aftur og enn hefur páskahérinn klúðrað málunum. Nú gerðist það þannig að hann lenti í heitu lofti þegar hann þaut yfir Reykhóla, ekki vegna þess að það sé svo hlýtt hérna, heldur steig upp gufa af heita vatninu í jörðinni. Hérinn varð ansi ringlaður því hann minnti að það væri mun lengra að fljúga frá Norðurpólnum að Jólaeyju og hissa hvað hann hafði verið fljótur á leiðinni. En hann ákvað samt að lenda og kanna aðstæður. Lendingin varð ansi harkaleg því hann misreiknaði sig aðeins þegar hann ætlaði að lenda og rak tærnar í Hellishólana og steyptist á ógnarhraða til jarðar í Hvanngarðabrekku, við það duttu á þriðja hundrað lítil páskaegg úr pokanum hans og leynast þau víðsvegar um girðinguna.

 

Hin árlega páskaeggjaleit fer fram laugardaginn 31. mars kl. 15:00. Að þessu sinni verður hún haldin í Hvanngarðabrekku (Kvenfélagsgirðingunni).

 

í þetta skiptið eru það 260 egg sem eru falin víðsvegar um svæðið. Reglur leiksins eru þannig að hvert egg er skráð og þarf að koma með það í skráningu áður en lengra er haldið og leitinni haldið áfram. Eftir að egg hefur verið skráð fundið þá má fara aftur og finna næsta egg og þannig koll af kolli þangað til öll eggin eru fundin.

 

Skemmtileg samverustund fyrir fullorðna og börn. Njótum þess að vera saman með börnunum okkar. Sjáumst á laugardaginn.

 

Tómstundafulltrúi

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31