Tenglar

6. nóvember 2012 |

Penslalaus olíumálun á striga

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi stendur fyrir námskeiði í handmálun með spaða í Búðardal á fimmtudagskvöld í næstu viku (15. nóvember). Unnið verður með olíu á striga og notaður spaði við málunina en engir penslar. Þátttakendur spreyta sig á því að skapa sína eigin mynd og fara síðan að sjálfsögðu með hana heim.

 

Leiðbeinandi er Þorbjörg Óskarsdóttir (Tobba). Verðið er kr. 12.500 og allt innifalið, bæði olíulitirnir og blindrammi með striga. Minnt er á styrki úr fræðslusjóðum stéttarfélaganna.

 

Námskeiðið verður í Auðarskóla í Búðardal og stendur frá kl. 18 til 21.

 

Nánari upplýsingar og skráningar í síma 437 2390 eða í netfanginu skraning@simenntun.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31