Tenglar

15. júní 2015 |

Pétri og Svanborgu þakkað fyrir dygga þjónustu

Myndin var tekin við þetta tækifæri.
Myndin var tekin við þetta tækifæri.

Stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV) veittu í liðinni viku hjónunum Pétri Ágústssyni og Svanborgu Siggeirsdóttur í Stykkishólmi viðurkenningu með þökk fyrir áralanga og dygga þjónustu við íbúa og atvinnulíf samfélaganna við sunnanverða Vestfirði með reglulegum vöru- og farþegaflutningum til og frá Brjánslæk. Efnt var til hátíðlegs kvöldverðarboðs með þeim hjónum á Patreksfirði, þar sem viðurkenningin var veitt að viðstöddum fulltrúum í stjórn og varastjórn SASV, bæjarstjóra Vesturbyggðar, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og öðrum góðum gestum.

 

Eins og kunnugt er hafa Pétur og Svanborg samið við Eimskip um kaup á fyrirtæki sínu, Sæferðum, sem þau hjónin stofnuðu fyrir meira en þrjátíu árum. Beðið er álits Samkeppniseftirlitsins áður en unnt er að ganga endanlega frá viðskiptunum. Í kjölfar þess hyggst Pétur standa í síðasta sinn vaktina í brúnni á Baldri sem skipstjóri í áætlunarferð ferjunnar milli Stykkishólms, Flateyjar og Brjánslækjar.

 

Rekstur og þjónusta við vöru- og farþegaflutninga með Baldri á Breiðafirði hefur verið farsæll undir stjórn Péturs og Svanborgar allt frá upphafi er þau hjónin tóku við rekstrinum um síðustu aldamót. Engum er eins vel ljóst og reglulegum notendum þjónustunnar hve mikilvæg samgönguæð Baldur er fyrir samfélögin vestra. Var því vel við hæfi að þakka þeim hjónum að leiðarlokum fyrir dygga og óeigingjarna þjónustu við Vestfirðinga við það tækifæri sem efnt var til á Patreksfirði.

 

F.h. stjórnar SASV, 15. júní 2015,

Einar Sveinn Ólafsson, formaður.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31