Tenglar

7. desember 2016 | Umsjón

Piparkökulistir og myndir frá skemmtun

Piparkökuhús og piparkökufólk voru til sýnis á fullveldisskemmtun Reykhólaskóla, eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja. Krakkarnir í 1.-4. bekk sköpuðu fólkið (þetta heita víst piparkökukarlar, en hvar er þá jafnréttið?). Krakkarnir í 5.-10. bekk byggðu húsin og sáu um hönnun og útfærslu. Við baksturinn og skreytingar nutu ungmennin góðrar hjálpar frá Rebekku Eiríksdóttur myndmenntakennara og Ásu Fossdal heimilisfræðikennara, sem eiga skilið ómælt þakklæti fyrir, segir Ásta Sjöfn skólastjóri.

 

Sigurvegarar í húsagerðinni voru Ólafur Stefán, Ólafur Garðar og Sandra Rún, sem hönnuðu og byggðu í sameiningu húsið á mynd nr. 9.

 

Inni á milli myndanna af þessum handaverkum eru nokkrar myndir frá skemmtuninni sjálfri, þar sem nemendur eru uppi á sviði í íþróttahúsinu og Steinunn Ólafía Rasmus kennari á sínum stað við píanóið.

 

Núna eru piparkökuhúsin til sýnis í skólanum, nema húsið á mynd nr. 6 sem er á skrifstofu Reykhólahrepps (ef það er þá ekki búið að éta það, og bílskúrinn líka) og húsið á mynd nr. 17 sem er í Barmahlíð.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30