22. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is
Piper Cub við bensíndæluna á Reykhólum
Þau voru á hringferð um landið og tylltu sér niður á Reykhólum til að taka bensín á vélina og fá eitthvað gott í gogginn. Enda ekki langt að fara því að búðin og bensínið eru aðeins nokkra tugi metra frá enda flugbrautarinnar. Flugvélin er Piper Super Cub í hinum dæmigerða gula lit sem oft mátti sjá í grennd við Reykjavík þegar vélar af þessari gerð voru notaðar sem kennsluvélar á sjötta áratug síðustu aldar.