Tenglar

31. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Pítsudagur í Reykhólaskóla

Pítsuveitingahús verður í matsal Reykhólaskóla kl. 18-21 á morgun, þriðjudag. Bæði er hægt að koma og taka með sér heim eða snæða í matsalnum. Tekið er við pöntunum frá kl. 15 í síma 869 0677 og 434 7805.

 

Hér er um að ræða hefðbundna pítsuveislu nemendanna í 8.-10. bekk, en með þessu eru krakkarnir að safna sér fyrir ævintýraferð til Danmerkur í skólalok. Pítsurnar eru 12 tommur í þvermál (30 cm) og kosta með tveimur tegundum af áleggi aðeins kr. 1.800. Fólk er eindregið hvatt til að styðja ungmennin í skólanum með því að kaupa pítsu (helst tvær eða þrjár); viðskiptavinir hafa ekki verið sviknir af slíku hingað til svo vitað sé.

 

Aukaálegg kostar kr. 200. Ýmsar tegundir eru í boði, svo sem hakk, pepperóní, skinka, beikon, sveppir, paprika, ananas, laukur og rjómaostur.

 

Margaríta-pítsa (sósa og ostur) kostar aðeins kr. 1.600.

 

Líka er til sölu bæði gos og lakkrís.

 

Veittur er afsláttur ef keyptar eru fleiri en ein pítsa:

  • Tvær pítsur aðeins kr. 3.200.
  • Þrjár pítsur aðeins kr. 4.600.

Pantið helst fyrirfram (til að losna við bið) í öðrum hvorum símanna sem tilgreindir eru hér að ofan.

 

Athugasemdir

Hallfríður Valdimarsdóttir, rijudagur 01 aprl kl: 10:38

Bestu pítsunar allir að panta :-)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31