Pítsuveisla fyrir alla í Reykhólaskóla
Pítsu-veitingahús verður opið í matsalnum í Reykhólaskóla í kvöld, fimmtudag, frá kl. 18 til 21. Bæði verður hægt að snæða pítsuna á staðnum og taka hana með sér heim. Tekið verður við pöntunum frá kl. 15 í síma 895 6379 og 690 3825. Að þessu framtaki standa nemendur í 8.-10. bekk skólans.
Pítsurnar eru 12 tommur í þvermál og kosta kr. 1.700 með tveimur áleggstegundum. Hver tegund áleggs til viðbótar kostar kr. 200. Ýmsar tegundir eru í boði, svo sem nautahakk, pepperóní, skinka, sveppir, paprika, ananas, laukur og beikon. Grunnpítsa af gerðinni margaríta (sósa og ostur) kostar kr. 1.500.
Magnafsláttur er veittur, þannig að þegar keyptar eru tvær pítsur kosta þær kr. 3.000 og þrjár kosta kr. 4.000. Væntanlegir njótendur eru beðnir að panta tímanlega í ofangreindum símum.