17. nóvember 2009 |
Pítsuveisla fyrir alla í Reykhólaskóla
Pítsuveitingahús verður opið í matsal Reykhólaskóla í kvöld, þriðjudag, kl. 18-21. Hægt verður að snæða pítsurnar á staðnum eða taka þær með sér heim. Tekið er við pöntunum frá kl. 12 á hádegi. Fólk er beðið um að panta tímanlega í síma 895 6379. Pítsurnar eru tólf tommur í þvermál og kosta 1.700 krónur með tveimur áleggstegundum en aukaálegg kostar 200 krónur. Margaríta-pítsa (sósa og ostur) kostar 1.500 krónur. Þetta framtak er í höndum nemenda í 7.-10. bekk.
Álegg af ýmsu tagi er í boði, svo sem nautahakk, pepperóní, skinka, hvítlaukur, rjómaostur, sveppir, paprika, ananas, laukur og beikon.
Afsláttur er veittur er keyptar eru fleiri en ein - tvær á 3.000 krónur og þrjár á 4.000 krónur.