24. apríl 2015 |
Plæginganámskeið þátttakendum að kostnaðarlausu
Fyrirtækið Vélfang í samstarfi við Kverneland-verksmiðjurnar býður til námskeiðs í plægingum, sem haldið verður á þremur stöðum á landinu í næstu viku. Námskeiðið er öllum opið og án endurgjalds og stendur frá kl. 10.30 til 16. Fyrst er farið yfir tengingar, búnað og stillingar plóga en síðan er farið út á akurinn þar sem áframhaldandi verkleg kennsla á sér stað.
Leiðbeinandi er Stein Kverneland, sem alinn er upp við plóga og plægingar og hefur áratuga reynslu í starfi. Kennsla fer fram á ensku og íslensku.
Nánari upplýsingar á vef Vélfangs.