Tenglar

17. ágúst 2016 |

Pöbbkviss, súpufundur og fleira á döfinni

Spurningagaman (pöbbkviss/Pub Quiz) verður haldið á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum núna á föstudagskvöldið, 19. ágúst. Húsið verður opnað kl. 19.30 og leikar hefjast kl. 20.30. Frítt inn og tilboð á barnum. 18 ára aldurstakmark.

 

Á mánudagskvöld (22. ágúst) verður þar síðan súpufundur. Kynnt verður sýningin sjálf og hvaða breytingar hún hefur farið í gegnum síðustu árin eða síðan hún var opnuð í núverandi mynd. Súpa og heimabakað brauð á 800 krónur. Húsið opnað kl. 19, kynningin byrjar kl. 20.

 

Síðasti dagurinn þegar sýningin verður opin með venjulegum hætti þetta sumarið er laugardagurinn 27. ágúst. Hins vegar verða þar viðburðir öðru hverju í vetur, svo sem tónleikar með Svavari Knúti, leiksýning og fleira. „Endilega sendið okkur hugmyndir á info@reykholar.is um það hvað þið viljið að verði í boði,“ segir Harpa Eiríksdóttir framkvæmdastjóri.

 

Svavar Knútur er Reykhólabúum og nærsveitafólki að góðu kunnur eftir mjög fjölsótta tónleika, ljóðalestur, uppistand og spjall á Reykhólum tvívegis á síðasta ári, bæði snemma í mars (myndir) og að áliðnu sumri (myndir), í seinna skiptið ásamt söngkonunni Kristjönu Stefáns.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31