Tenglar

16. ágúst 2010 |

Porsche á Grund í Reykhólasveit

Hjalli á Grund og bróðursonur hans Kristján Steinn á Porsche-traktornum.
Hjalli á Grund og bróðursonur hans Kristján Steinn á Porsche-traktornum.
1 af 3
Enn einn gamli glæsitraktorinn hefur bæst í dráttarvélasafnið á Grund, þar sem þeir bræður Unnsteinn Hjálmar og Guðmundur Ólafssynir eru óþreytandi í aðdráttum og uppgerð gamalla véla. Þetta er þýskur dieseltraktor af gerðinni Porsche, árgerð 1956, appelsínugulur að lit. Mótorinn er sérstæður að því leyti að hann er aðeins með einn strokk en með veglegt svinghjól til að jafna ganginn. Sagt er að appelsínuguli liturinn hafi verið á þessum traktorum til að þeir væru meira áberandi á þjóðvegum og hraðskreiðari farartæki ættu þess vegna auðveldara með að vara sig á þessum frekar hægfara ökutækjum. Á seinni árum er Porsche fremur þekkt fyrir öfluga sportbíla en traktora.

 

Eins og fram hefur komið verður Reykhólahreppi skipt í þrennt með ólíkum litum á Reykhóladaginn eftir tæpan hálfan mánuð. Neðri hluti þorpsins á Reykhólum hlýtur einkennislitinn appelsínugulan og þess vegna væri líklega vel við hæfi að Porsche-traktorinn yrði hafður á því svæði í tilefni hátíðarinnar og yrði jafnvel þar á ferðinni.

 

Athugasemdir

Herdís Erna Matthíasd, mnudagur 16 gst kl: 16:07

hæ ´hæ ég panta þessa í til mín á Reykhóladaginn passar alveg kveðja Herdís

Ásta Sjöfn, rijudagur 17 gst kl: 21:13

Á myndinni er Kristján Steinn bróðursonur hans Hjalla ekki Tindur Ólafur.

Umsjónarmaður vefjarins, rijudagur 17 gst kl: 21:37

Nafn drengsins hefur verið leiðrétt!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31