Tenglar

31. mars 2016 |

Pósturinn: Aukagjaldið 266 krónur á kílómetra

Í Morgunblaðinu 22. mars var fjallað um þá skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli sem gengur í gildi núna um mánaðamótin og m.a. rætt við Brynjar Smára Rúnarsson, forstöðumann hjá Póstinum. Haft var eftir honum „að halda verði því til haga, að áfram verði haldið uppi daglegum póstflutningum um allt land, það er á pósthús og aðra afgreiðslustaði. Þangað geti dreifbýlisfólk nálgast sendingar ef mikið liggur við, ella beðið til næsta dags eða pantað heimsendingu strax gegn aukagjaldi.

 

Umsjónarmaður Reykhólavefjarins spurðist í framhaldi af þessu fyrir um það hjá Póstinum hversu hátt þetta aukagjald yrði, vegna þess að engar upplýsingar voru um slíkt á þjónustuvef fyrirtækisins. Því var svarað til að það lægi ekki fyrir, en hægt yrði að svara því eftir páska.

 

Í dag kom síðan eftirfarandi svar:

 

Til að byrja með verður kílómetragjaldið 266 kr. (verð með vsk.) – ekki rukkað fram og til baka, heldur bara aðra leiðina.

 

Þetta merkir, svo dæmi sé tekið, að kostnaðurinn við slíka póstsendingu frá pósthúsinu í Búðardal að Reykhólum er 20 þúsund krónur (75 km x 266 = 19.950).

 

Sjá einnig: Skerðingin að ganga í gildi (neðst er jafnframt að finna töflu um dreifingardaga, þar sem Pósturinn áskilur sér reyndar rétt til breytinga án fyrirvara).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31