Tenglar

8. janúar 2016 |

Pósturinn: Dreifingardögum fækkað um helming

Póstdreifingardögum í Reykhólahreppi fækkar um helming frá og með 1. mars, samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef Íslandspósts í dag. Þetta gildir þó ekki í Flatey, sjá hér neðar. Núna er póstinum dreift alla virka daga en eftir breytinguna verður honum dreift annan hvern virkan dag, þ.e. til skiptis þrisvar í viku (mánudaga, miðvikudaga og föstudaga) og tvisvar í viku (þriðjudaga og fimmtudaga).

 

Íslandspóstur óskaði eftir því við Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að fá að fækka dreifingardögum á tilteknum svæðum og hefur stofnunin nú samþykkt það, sbr. tilkynningu á vef PFS í dag. Samkvæmt reglugerð er Íslandspósti heimilt að sækja um undanþágu frá fimm daga þjónustu ef m.a. kringumstæður og kostnaður eru „óhófleg“.

 

Samkvæmt ákvörðun PFS verður pósti áfram komið til Flateyjar með sama hætti og verið hefur, eða tvisvar í viku með báti frá Stykkishólmi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31