12. janúar 2010 |
Prófanir á búnaði gætu valdið rafmagnstruflunum
Búast má við rafmagnstruflunum bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum milli klukkan 2 og 4 í nótt, aðfaranótt miðvikudagsins 13. janúar, vegna prófana á varnarbúnaði hjá Orkubúi Vestfjarða. Um er að ræða búnað sem ætlað er að draga úr straumleysi við útleysingu Vesturlínu. Prófunin er gerð í samstarfi við Landsnet og tengist hún einnig áætlaðri endurnýjun á vélum í Mjólkárvirkjun.
Í tilkynningu á vef OV eru viðskiptavinir beðnir velvirðingar á mögulegum truflunum.
Í tilkynningu á vef OV eru viðskiptavinir beðnir velvirðingar á mögulegum truflunum.