Tenglar

15. febrúar 2017 | Umsjón

Prófanir á jarðhita á Reykhólum

Holan á Markúsartorgi á Reykhólum mæld. Mynd: atvest.is.
Holan á Markúsartorgi á Reykhólum mæld. Mynd: atvest.is.
1 af 2

Heildarmæling á öllum borholum eftir heitu vatni (rennsli, hiti og þrýstingur) hefur ekki farið fram á Reykhólum fyrr en nú. Niðurstöður mælinga eiga að geta sagt til hvort heildar-jarðvarmaauðlindin geti staðið undir þeirri notkun sem hefur verið lögð á kerfið og hvort hugsanlega megi taka meira. Flæði úr holum hefur verið sjálfkrafa, engar botndælur notaðar við að ná vatninu. Hitinn mælist yfirleitt á bilinu 100-115°C.

 

Þetta kemur fram í frétt sem María Maack, náttúrufræðingur og verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, skrifaði á vef félagsins í dag. Þar segir einnig m.a.:

 

Áhugi er á því að nýta betur affallsvatnið frá iðnverunum sem standa sunnan við þorpið. Þar hefur affallshitinn verið allt að 70°C. Nú er Þörungaverksmiðjan að breyta ýmsum kerfum hjá sér þannig að búist er við að affallið komi kaldara út. Saltverksmiðjan gæti þegið meira af heitasta vatninu. Nýjar lagnir til að taka aftur affallið eru hins vegar dýrar og þurfa að borga sig í tímans rás. Affallsvatnið væri hægt að nýta til útibaða, fiskeldis, kjúklingabús og ýmiss konar smáiðnaðar.

 

Vonandi nýtist þessi auðlind betur í framtíðinni þannig að fleiri fyrirtæki og notendur geti nýtt þessa ríkulegu auðlind og þorpið stækkað.

 

Fréttin í heild

 

Jarðvarmaauðlindin á Reykhólum (13. febrúar 2017 - Skot Soffíu frænku)

 

Reykjabraut væntanlega lokuð í nokkra daga (7. febrúar 2017)

 

Aðvörun - sjóðandi vatn í kerfinu (3. febrúar 2017)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31