Tenglar

19. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ráðherra og vegamálastjóri á málþingi um vegamálin

Unnið að þverun Kjálkafjarðar. Myndina tók Sveinn Ragnarsson fyrir þrem vikum.
Unnið að þverun Kjálkafjarðar. Myndina tók Sveinn Ragnarsson fyrir þrem vikum.

Fjórðungssamband Vestfirðinga efnir til málþings um samgöngumál á Vestfjörðum í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag kl. 12.30 til 15. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, sem fer með samgöngumál, hefur þegið boð um að sitja þingið og flytja framsögu.

 

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps sagði í samtali við Stöð 2, að eining ríki meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust. Skilaboðin til ráðherra séu að hægt verði að hefjast handa jafnskjótt og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár.


„Krafa íbúa, fyrirtækja og þeirra sem sækja okkur heim er að fá láglendisveg um Gufudalssveit ekki seinna en 2018. Við munum leita eftir stuðningi samgönguyfirvalda til þess að forgangsröðun verði með þeim hætti að það gangi eftir,“ sagði Eyrún Ingibjörg í samtali við bb.is á Ísafirði í dag.

Frummælendur á málþinginu verða:

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, Sigurður Pétursson formaður samgöngunefndar FV, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps og Guðbrandur Sverrisson sveitarstjórnarmaður í Kaldrananeshreppi. Fundarstjóri verður Indriði Indriðason sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.

Þingið er opið öllum sem áhuga hafa á málefninu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29