Tenglar

27. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ráðherrarnir vega að lýðræðinu

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Leikreglunum hefur verið breytt eftir á og nú gilda þær reglur að því aðeins fær þjóðin að ráða ef ráðherrunum þóknast svo, annars ekki. Vilji ráðherranna er nú settur ofar vilja þjóðarinnar. Það heitir á máli formanns Sjálfstæðisflokksins pólitískur ómöguleiki þegar þjóðarvilji er annar er ráðherravilji, og þá víkur þjóðarvilji. Ráðherravaldið hefur með þessu náð nýjum hæðum og hrokagikkir valdsins hafa gengið lengra en áður.

 

Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. alþingismaður m.a. í grein sem hann sendi vefnum til birtingar undir ofanritaðri fyrirsögn. Einnig segir hann:

 

Flokkarnir hafna lýðræðinu þegar þeir eru ekki vissir um að þjóðin vilji það sama og sérhagsmunahóparnir vilja sem þeir þjóna. Þá víkur lýðræðið. Þarna er eldurinn sem knýr áfram mótmælin við Austurvöll og mun að lokum reka stjórnarflokkana á flótta í málinu. Þjóðin mun ráða að lokum, annað er óásættanlegt.

 

Grein Kristins má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30