Tenglar

28. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ráðinn umsjónarmaður Reykhóladaga 2014

Þorkell Heiðarsson.
Þorkell Heiðarsson.

Þorkell Heiðarsson líffræðingur og tónlistarmaður hefur verið ráðinn umsjónarmaður Reykhóladaganna í sumar. Hann hefur unnið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardalnum í Reykjavík síðasta áratuginn og stýrir þar rekstri á þjónustu við gesti. Þorkell lærði píanóleik frá unga aldri og síðar orgel- og harmonikkuleik og hefur starfað mikið við tónlist í hljómsveitum og einnig í leikhúsum. Meðal annars var hann tónlistarstjóri í uppfærslu Borgarleikhússins á Línu Langsokk 2003 og tók þátt í sýningunni Fólkið í blokkinni í sama leikhúsi 2008.

 

Þorkell er líffræðingur að mennt og lauk meistaranámi í fiskifræði 2005. Með náminu vann hann á Veiðimálastofnun við rannsóknir á löxum.

 

Fyrir nærri aldarfjórðungi stofnaði hann hljómsveitina Geirfuglana ásamt Halldóri Gylfasyni leikara og Frey Eyjólfssyni fjölmiðlamanni. Einnig spilar hann með hinum ástsælu Spöðum, sem skarta m.a. forsöngvaranum Guðmundi Andra Thorssyni rithöfundi. Þannig hefur hann nokkrum sinnum spilað í Reykhólahreppi, þ.e. í Flatey á Breiðafirði (sjá hér).

 

Foreldrar Þorkels eru Heiðar Þór Hallgrímsson verkfræðingur og Halldóra M. Halldórsdóttir kennari og námsráðgjafi. Hann ber nafn langafa síns, Þorkels Guðmundssonar bónda á Álftá á Mýrum. Þorkell er fæddur í Reykjavík árið 1970 – Árbæingur í húð og hár. Eiginkona hans er Arngerður Jónsdóttir frá Laugabóli í Ísafirði og með henni á hann fjögur börn, eina stúlku og þrjá drengi.

 

Athugasemdir

Àsta sjöfn, mivikudagur 28 ma kl: 16:06

Velkomin til starfa. Hlakka til næstu Reykhóladaga.

Björk Stefánsdóttir, mivikudagur 28 ma kl: 23:32

Frábært, velkomin, hlakka líka ótrúlega til :-)

Steinar Pálmason,, fimmtudagur 29 ma kl: 09:57

Það verður gamann að vinna með honum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31