Ráðning Ástu Sjafnar staðfest, Þuríður hættir
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi í gærkvöldi tillögu mennta- og menningarmálanefndar um ráðningu Ástu Sjafnar Kristjánsdóttur í stöðu skólastjóra Reykhólaskóla og samþykkti jafnframt bókun nefndarinnar í því efni. Meðal annars sem tekið var fyrir á fundinum var uppsagnarbréf Þuríðar Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra í Barmahlíð um langt árabil. Sveitarstjórn þakkaði Þuríði störfin og óskaði henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Einnig var á fundinum samþykkt að sumarlokun skrifstofu Reykhólahrepps verði frá 28. júlí til 8. ágúst og sumarleyfi sveitarstjóra 14. júlí til 8. ágúst.
Fundargerðina í heild er að finna hér og í reitnum Fundargerðir allra neðst til vinstri á síðunni.
Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, rijudagur 01 jl kl: 08:25
Til hamingju Ásta Sjöfn og ég óska líka Þuríði velfarnaðar. Mig minnir að það hafi verið ég sem gekk frá ráðningu hennar á sínum tíma.
Góðar konur báðar tvær.