Ráðning í stöðu sveitarstjóra gengur til baka
Fundargerðir hreppsnefndar og annarra nefnda Reykhólahrepps má lesa í reitnum Fundargerðir hér neðst til vinstri.
Fundargerðir hreppsnefndar og annarra nefnda Reykhólahrepps má lesa í reitnum Fundargerðir hér neðst til vinstri.
Sig.Torfi, mnudagur 20 september kl: 19:20
Allveg rétt hjá Dalli en ég held samt að hann ekki rétti maðurinn til að sýrsla með fjármuni hreppsins, úr því svona er.
Jóna Valgerður, mnudagur 20 september kl: 20:33
Vitaskuld geta verið ýmsar ástæður fyrir gjaldþrotaskiptum. En það hefur verið talið óásættanlegt við umsókn um sveitarstjórastarf, Þar eru miklir fjármunir í veltu.
Ég vona bara að hreppsnefndin skoði alla umsækjendur vel og afli sér upplýsinga um fortíð þeirra áður en til ráðningar er gengið.
Guðjón D Gunnarsson, mnudagur 20 september kl: 21:15
Mér finnst dapurlegt ef efnahagur umsækjenda á að ráða hver sé hæfastur, en síðast myndi ég treysta þeim, sem mesta ætti peningana. Enginn skóli er betri en erfiðleikar og þeir sem þá þekkja eru hæfari en hinir. Auk þess ráða sveitarstjórar ekki hvernig fjármunum hreppsins er varið.
Anton Antonsson, mnudagur 20 september kl: 22:55
Þetta er alveg rétt hjá hreppsnefnd að kalla þetta til baka. það þarf ekki að fara mörg ár til baka síðan hreppurinn varð fyrir miklum búsifjum þar sem glaðir voru við buddu hreppsins og hallaði verulega undan. þó ég nefni engin nöfn, Og minnir mig að þar var gjaldþrotta einstaklingur við stjórnvöllin. Oft vill það fylgja þeim sem hafa farið þann veg. einhver þokukend blinda virðist fylgja einstaklingum sem hafa farið þann veg. þannig það fer vel að fara varlega hvað þessi mál varðar á þeim tímum sem við lifum í dag við.
Arndís Einarsdóttir, rijudagur 21 september kl: 10:30
Þetta finnst mér skuggalegar fréttir,farið með gjaldþrota fólk eins og sakamenn,fólk lendir í gjaldþroti út af allskonar ástæðum,þvílíkur hroki hjá þessari hreppsnefnd,ég veit ekki betur en að við höfum sakamann á alþingi,sem er sekur um fjármálamisferli,og sat reyndar af sér sektina,en endilega gerið sakamönnum hærra undir höfði heldur en fólki sem hefur þurft að fara í gjaldþrot,hvað er eiginlega í gangi í þessu volaða þjóðfélagi ???
Og er ég engan veginn sammála því að þokukennd blinda einkenni þá sem í gjaldþrot hafa farið,í flestum tilfellum lærir fólk af því,og í mörgum tilfellum stjórnar viðkomandi því ekki.
Með þessu finnst mér verið að segja að gjaldþrota maður eigi sér ekki viðurreisnar von,
Og tek undir að það er dapurlegt ef efnahagur manns á að ráða hver sé hæfastur,alveg í stíl við Útrásarvíkingana ekki satt ??
Áhugasamur, rijudagur 21 september kl: 15:39
Kannski er gjaldþrot umsækjanda einn þáttur í þessari synjun. Viðkomandi getur ekki haft prókuru fyrir hreppinn af þessum sökum. Þetta snýst ekki um hvort viðkomandi er efnaður eða fátækur. Held að það sé pottur brotinn við kauða á fleiri sviðum. Hreppsnefnd hefði greinilega þurft að athuga betur opinber gögn umsækjenda þar sem staða sveitarstjóra er opinbert starf.Vona að menn vandi valið og leysist vonandi farsællega.
Lögfróður, rijudagur 21 september kl: 15:57
Í sveitarstjórnarlögum nr. 45 frá 1998 með síðari breytingum stendur í 3. mgr. 55 gr. að prókúruhafi sveitarsjóðs sé fjár síns ráðandi, en í því felst að bú prókúruhafans má ekki vera undir gjaldþrotaskiptum og hann má ekki hafa verið sviptur fjárforræði, þannig að ekki er löglegt að ráða slíkan einstakling, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Sem sagt ekki gott að "gleyma" að nefna þetta í umsókninni.
Lögfróður 2, rijudagur 21 september kl: 16:05
Í sveitarstjórnarlögum nr. 45 frá 1998 með síðari breytingum stendur í 3. mgr. 55 gr. að prókúruhafi sveitarsjóðs sé fjár síns ráðandi, en í því felst að bú prókúruhafans má ekki vera undir gjaldþrotaskiptum.
Eftir að gjaldþrotaskiptum er lokið er viðkomandi fjár síns ráðandi og því lagalega hæfur til að gegna starfinu. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Hvað varðar umsóknina þá var þess ekki getið í auglýsingu að umsækjendur ættu að tilgreina einstök atriði varðandi fjármál sín. En það er aftur á móti spurning hvort umsækjandi hefði ekki átt að upplýsa um málið á seinni stigum.
Lögfróður., rijudagur 21 september kl: 16:52
Síðan hvenær verður maður fjár sín ráðandi eftir gjaldþrotaskipti, nefnið dæmi.
Staðreyndin er sú að kröfuhafar geta haldið við kröfum til eilífðar, þannig að ef viðkomandi eignast eitthvað, þá er það jafnharðan tekið af honum, þar til skuldin er greidd, og það er nákvæmlega það sem er gert hér á Íslandi í dag, hvort sem þér líkar betur eða verr.
Lögfróður, rijudagur 21 september kl: 17:02
Þegar gjaldþrotaskiptum lýkur er þrotabúið ekki lengur til. Með réttu ætti skuldari að fá aftur þau réttindi sín og skyldur sem færðust til þrotabúsins þegar úrskurður um gjaldþrotaskipti var kveðinn upp, en staðreyndin er hins vegar sú, að yfirleitt eru eignir skuldara aðeins lítill hluti af skuldum hans þegar úrskurður um gjaldþrotaskipti er kveðinn upp. Þetta merkir að hluti skuldanna fæst ekki greiddur við gjaldþrotaskiptin. Eftirstandandi skuldir falla hins vegar ekki niður, samanber 2. mgr. 165. gr. laganna. Skuldari ber ábyrgð á greiðslu þeirra þangað til þær fyrnast, en kröfur fyrnast á 4, 10 eða 20 árum, allt eftir eðli þeirra, skv. lögum nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda.
Sem sagt, þú ert ekki fjár þíns ráðandi.
Lögfróður, rijudagur 21 september kl: 17:04
Lög nr. 21/1991 um gjaldþrot
Lögfróður, rijudagur 21 september kl: 17:19
Væntanlega er hann bara ekki nógu lögfróður, annars er það nú ekkert nýtt að lögspekingar komist að sitt hvorri niðurstöðunni, oft eftir því fyrir hvern þeir vinna, en ég skal viðurkenna að ég ekki löglærður, ég bara "gúgglaði" þetta.
Lögfróður, rijudagur 21 september kl: 17:29
Fyrir hvern var hann að vinna? Veistu hvaða aðferð hann notaði? Ég sótti bara þessar upplýsingar á netinu, því það er einfaldasta leiðin, það þarf engan sérfræðing til að finna þær.
Lögfróður, rijudagur 21 september kl: 17:38
Þetta er bara það sem ég fann og mín skoðun er sú að samkvæmt þessu sé viðkomandi ekki "fjár síns ráðandi" og þar með ekki hæfur, þar að auki sleppti hann að láta þetta koma fram í umsókn sinni, sem er ekki gott.
Síðan er það bara annarra að dæma um það.
Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, rijudagur 21 september kl: 18:47
Æskilegt væri, en þó er það ekki skylt, að fólk sem hér ritar geri það undir fullu og réttu nafni.
Sig.Torfi, rijudagur 21 september kl: 19:30
sorry,, að ég segi það en mér finnst því miður ekki mikið mark takandi á þeim sem ekki þora að skrifa undir nafni.... Þannig að ef þið hafið einhvað að segja hér, standið þá á bak við það...
Annars skemmtileg lesning.....
Kristján Gauti Karlsson, rijudagur 21 september kl: 21:03
Nú virðist mér á því sem hér hefur komið fram að það sé ekki ólöglegt að ráða einstakling sem hafi verið lýstur gjaldþrota, sé gjaldþrotaskiptunum lokið.
Einnig sýnist mér að umsækjandi hafi ekki, skv. auglýsingunni, verið gert skylt að láta í ljós upplýsingar um nýafstaðin gjaldþrotaskipti sín, og þar með getur hann ekki talist hafa brotið af sér lagalega með því að leyna þessum upplýsingum í umsókninni eða síðar í ráðningaferlinu.
Fyrirbærið gjaldþrot er nátengt rekstri, og almennt talið óæskilegt í því samhengi. Sveitastjóri sér um rekstur sveitarfélags, í þessu tilfelli um rekstur okkar sveitarfélags, og ég held við getum öll verið sammála að fyrirbærið gjaldþrot þætti okkur bæði óæskilegt og óvelkomið þegar kemur að rekstri sveitarfélagsins okkar.
Nú má vera að umsækjandi, eða rekstur á hans vegum, muni aldrei aftur komast í snertingu við fyrirbærið gjaldþrot. Aftur á móti er fyrirbærið gjaldþrot, sem umsækjandi hefur nýlega komist í snertingu við, svo nátengt því sem starfið sem sótt er um felst í, að það hlýtur að minnka möguleika þína á að hljóta starfið til muna. Þess vegna finnst mér persónulega beinlínis óheiðarlegt að leyna hreppsnefnd þessum upplýsingum.
Fyrir mér er þetta svipað og ef að ég giftist konu, héldi framhjá henni og við skildum. Síðan reyndi að giftast annari konu en leyndi hana framhjáhaldi mínu úr fyrra hjónabandi, því að það myndi minnka líkur mínar á að hún giftist mér. Athæfi mitt er ekki ólöglegt, en það er óheiðarlegt.
Það er nefnilega ekki ólöglegt að vera óheiðarlegur, en óheiðarleiki er alveg jafn alvarlegt mál, ef ekki alvarlegra.
Pís át.
Þrymur Sveinsson, rijudagur 21 september kl: 21:07
@Kristján Gauti.
Þú gætir ekki leynt framhjáhaldi þar sem konan þín fyrrverandi myndi segja öllum vinkonum sínum frá því að þú hefðir haldið framhjá. Ekki vanmeta marfeldisáhrifin af því.
Kristján Gauti Karlsson, rijudagur 21 september kl: 21:19
@Þrymur
Ég efast ekki um að það að fyrrverandi eiginkonan myndi segja vinkonum sínum frá á litríkan hátt með tilheyrandi neikvæðum lýsingarorðum, en ég væri samt sem áður óheiðarlegur af mér að segja henni ekki frá því sjálfur, hvort sem svo kæmi á daginn að hún vissi það eða ekki.
Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, mivikudagur 22 september kl: 09:39
Tekið skal fram, að nokkrum athugasemdum hér hefur verið eytt samkvæmt beiðni þess sem þær ritaði.
Þorgeir Samúelsson, laugardagur 25 september kl: 14:32
Eftir að hafa lesið þessi svokölluðu komment hér á vefnum um ráðningu og brottrekstur sveitastjóra efnis...þá verður mér ljóst að ekki hefur mikið farið fram einhverju sem maður mundi kalla...siðferði eða mannviti í sambandi við að dæma lifendur og dauða...eina kommentið sem kemur hér framm...er frá ungum dreng..Kristjáni Gauta Karlsyni...sem mér fynnst bera vott um vitiborna samlýkingu og áherslu um hvað málið snýst....góður púntur þar...spurninginn er þessi: erum við svo grunnhyggin og vittlaus að hafa ekki vit á að skylja kjarnan frá hisminu? nei held ekki...við erum hér bara svo íhaldsöm og fortíðarbundið fólk...leggjum alla okkar fæð á fólk sem kemur að sunnan...það er bara pakk sem á sér ekki uppreysnar von hér...illa kynjað og afdankaðir glæpamenn!...Er fámennt sveitarfélag tilbúið að halda öllum dyrum lokuðum fyrir nútíma hugsunarhætti? Nei ekki ég held ekki...þetta snýst allt um að tjá sig og segja hvað því fynnst...þannig virkar svona athugasemdir við mál sem brenna á fólki....Það er stórkostlegt að sjá 25 ára draum sinn verða að veruleyka...Höfnin á Reykhólum er að verða að því sem hún átti að vera...Það getum við glaðst yfir og þakkað núverandi framkvæmdastjóra Þörungavinslunnar... Atla G Árnasyni...og hafnarnefnd Reykhólahrepps.... Gott framtak!!...þetta innlegg mitt á að vera svona viðsnúingur á neikvæðri umræðu um menn og málefni...höldum fast í okkar sérstöðu...látum verkin tala....segjum öllum vandamálum stríð á hendur....tælum okkar afkomendur til að snúa að afloknu námi til heimahaga....og sköffum þeim störf...getum orðið flottasta sveitafélag í heimi:) þá verður nú gaman að verða gamall á elliheimili og monta sig af afrekum ævinnar...og drekka "romm í coka-cola"
Kv.
Þorgeir
Guðjón D Gunnarsson, mnudagur 20 september kl: 18:14
Ég hef hvorki löngun né gögn til að meta hæfi sveitarstjóraefna en að vera tekinn til gjaldþrotaskipta er ekki galli í sjálfu sér. Það getur bent til heiðarleika að fela sig ekki á bak við aðrar kennitölur.