Tenglar

25. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ráðuneytið staðfesti ákvörðun varðandi Ingunnarstaði

Morgunblaðið 25. maí 2013.
Morgunblaðið 25. maí 2013.

Morgunblaðið greinir frá því í dag, að atvinnuvegaráðuneytið hafi staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um afturköllun starfsleyfis Daníels Jónssonar bónda á Ingunnarstöðum í Geiradal í Reykhólahreppi til mjólkurframleiðslu. Stofnunin svipti hann leyfi til mjólkursölu snemma í nóvember eða fyrir liðlega hálfu ári vegna þess að hann hefði ekki bætt úr ágöllum sem stofnunin taldi vera á aðstöðu búsins til framleiðslu matvæla.

 

Frá þeim tíma hefur mjólkinni á Ingunnarstöðum verið hellt niður.

 

Daníel sótti síðan um leyfi til að hefja mjólkurframleiðslu á ný en gat þá ekki sýnt fram á forræði sitt yfir jörðinni þegar Matvælastofnun óskaði eftir nánari upplýsingum.

 

Lögmaður Daníels kærði ákvörðun Matvælastofnunar um sviptingu starfsleyfisins með stjórnsýslukæru til atvinnuvegaráðuneytisins 20. nóvember. Ráðuneytið hafnaði kröfum hans með úrskurði 24. apríl. Niðurstaða ráðuneytisins er sú, að Matvælastofnun hafi verið heimilt að fella starfsleyfið úr gildi.

 

Greinargerð og niðurstaða ráðuneytisins (pdf)

 

17.04.2013 Bréf lögmannsins vegna Ingunnarstaða (+ margir tenglar í fréttir af málinu)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29