Ráðuneytisstyrkur þriðja árið í röð
Hjalti Hafþórsson á Reykhólum hefur hlotið ráðuneytisstyrk þriðja árið í röð til bátasmíðaverkefnis síns Horfin verkþekking. Hér er um að ræða tveggja milljóna króna styrk frá ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar, en hann fékk jafnháan styrk frá sama ráðuneyti fyrir réttu ári. Fyrsta styrkinn, sem var lægri, fékk hann fyrir tveimur árum frá ráðuneyti mennta- og menningarmála.
Fyrir utan það að peningarnir skipta sköpum fyrir framgang verkefnisins verður að telja þetta mikla viðurkenningu á starfi Hjalta.
Þess má geta, að Hjalti hefur verið beðinn um að gera kostnaðar- og verkáætlun fyrir það viðamikla verk að taka Kútter Sigurfara á Akranesi í sundur og forverja síðan og pakka því sem nýtilegt er til geymslu. Það myndi svo bíða þess að fjármagn fengist til endurbyggingar þessa fræga báts.
Hjalti heldur úti vef um endursmíði gamalla báta og nánast allt sem þeim fræðum viðkemur. Þar er saman komið svo mikið efni, bæði frá honum sjálfum og fróðleikur sem hann hefur tínt saman hér og þar bæði hérlendis og erlendis, að væntanlega tæki nokkra daga að lesa það allt ef það væri gert í einni lotu (tengillinn hér neðst).
Sjá einnig:
► 18.01.2014 Smíði fimmtán metra skips á döfinni
► 07.01.2014 Bátar Hjalta sýndir á Gásahátíðinni
► 05.08.2013 Miðaldafólk frá Reykhólum í kaupstaðarferð
► 06.03.2013 Vatnsdalsbáturinn verður til sýnis á Hnjóti í sumar
► 03.03.2013 Fær veglegan ráðuneytisstyrk til smíði annars báts
► 30.08.2012 Fullt út úr dyrum að fylgjast með smíðinni
► 31.05.2012 Styrkur til endursmíði báts frá árdögum Íslendinga
► Horfin verkþekking - bátasmíðavefur Hjalta Hafþórssonar
Herdís Erna, sunnudagur 09 mars kl: 22:32
Glæsilegt og til hamingju