Tenglar

11. apríl 2016 |

Ræktun matjurta í heimilisgarðinum

Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir námskeiði í ræktun matjurta í heimilisgarðinum laugardaginn 23. apríl kl. 9.30 til 15.30 í Dalabúð í Búðardal. Fjallað verður í máli og myndum um ræktun matjurta í heimilisgarði. Farið verður yfir forræktun, sáningu og fræ, pottun, vökvun, áburðargjöf og útplöntun. Þá verður fjallað um jarðveginn og lífið í honum, umhirðu og uppskeru, ásamt algengustu vandamálum sem fylgja ræktun matjurta.

 

Leiðbeinandi er Gunnþór K. Guðfinnsson garðyrkjufræðingur.

 

Þátttökugjald er kr. 6.500.

 

Skráning í netfanginu gardyrkjufelag@gardurinn.is eða í síma 853 9923.

 

Námskeiðið er í umsjón Garðyrkjufélags Dalabyggðar í samstarfi við sveitarfélagið Dalabyggð. Fólk í Reykhólahreppi er velkomið á námskeiðið, rétt eins og aðrir sem áhuga hafa þó að þeir séu ekki búsettir í Dalabyggð.

 

Garðyrkjufélag Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29