Rætt um að endurvekja Flateyjardagana
Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) ætlar að bjóða fulltrúa úr sveitarstjórn Reykhólahrepps á aðalfund félagsins þann 12. mars og vera með málþing að honum loknum um málefni Flateyjar. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar 28. janúar. Þar var líka tekið fyrir svar sveitarstjórnar Reykhólahrepps við ályktun (erindi) stjórnar FFF frá 18. nóvember. Farið var yfir drög að svari og ákveðið að afla upplýsinga til að klára það.
Margt annað var rætt á fundinum, meðal annars hátíðarhöld í Flatey, bæði 17. júní og að vekja gömlu Flateyjardagana á ný helgina eftir verslunarmannahelgi. Lögð var fram tillaga um að efna til hreinsunardags 15. maí (hvítasunnudag) „í blússandi stemmningu, t.d. að grilla og hrista fólk saman“. Stefnt er að því að halda einnig brunaæfingu þá helgi.
Fundargerð stjórnarfundar FFF 28. janúar 2016
Vefur Framfarafélags Flateyjar