Tenglar

3. desember 2009 |

Raflínan margslitin í Gilsfirði

Ísing á raflínu. Mynd: OV.
Ísing á raflínu. Mynd: OV.
Truflanir voru á Króksfjarðarneslínu í veðurhamnum í gærkvöldi og reyndist línan slitin á fimm stöðum í Gilsfirði. Þar er rafmagnslaust á tveim bæjum en viðgerð stendur yfir, að því er fram kemur á vef Orkubús Vestfjarða. Rafmagn fór af norðanverðum Vestfjörðum í gærkvöldi þegar Mjólkárlína Landsnets sló út um klukkan hálftíu. Rafmagnslaust varð í nokkrar mínútur vegna þessa í Önundarfirði, Súgandafirði, á Ísafirði, í Bolungarvík og Álftafirði.


Einnig hafa verið rafmagnstruflanir á Ströndum. Miklar truflanir byrjuðu á Drangsneslínu um kl. átta í gærkvöldi. Ísing var og mikil hreyfing á línunni. Árneshreppur var án rafmagns um klukkustund og varaafl keyrt á Drangsnesi um tíma. Einnig voru truflanir á Þorpalínu í Steingrímsfirði sem sló út um klukkan hálfellefu. Truflanir urðu í Ísafjarðardjúpi og er keyrt varaafl á hluta Djúpsins frá Reykjanesi.

 

Orkubú Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30