Tenglar

25. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Rafmagnsleysi almennast á Vestfjörðum

Spennistöðin í Trékyllisvík á Ströndum. Ljósm. Jón G. Jónsson.
Spennistöðin í Trékyllisvík á Ströndum. Ljósm. Jón G. Jónsson.

„Það kemur Vestfirðingum vissulega ekkert á óvart þó ég tilkynni það hér með að straumleysi er mest á Vestfjörðum, á öllu starfssvæði Landsnets,“ sagði Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets, raforkudreifingar ríkisins, á opnum ársfundi Orkubús Vestfjarða sem haldinn var á Ísafirði í vikunni. Í erindi sínu fjallaði Þórður um ástæður þessa, en meginástæðan er sú að raforkuvinnslan innan fjórðungsins annar ekki forgangsorkuþörfinni.

 

Þórður spurði fundargesti meðal annars þeirrar spurningar hversu hagkvæmir virkjanakostir þyrftu að vera til þess teljast hagkvæmir. Hann sagði jafnframt að á landsvæðum þar sem aðstæður byðu ekki upp á hagkvæmustu leiðir yrði bara að kosta meiru til.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is í dag.

 

Öll fréttin

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31