Tenglar

11. október 2011 |

Rafmagnsskömmtun hugsanleg í Reykhólahreppi

Svipmynd úr ársskýrslu OV.
Svipmynd úr ársskýrslu OV.

Komið gæti til skömmtunar á rafmagni í Reykhólahreppi á tímabilinu frá kl. 9 til 18 á morgun, miðvikudag. Í dag keyrir Orkubú Vestfjarða (OV) dísilvélar  á Hólmavík og Reykhólum vegna vinnu Landsnets á kerfinu, að sögn Þorsteins Sigfússonar á Hólmavík, svæðisstjóra OV. Ekki á samt að þurfa að skammta rafmagn í dag en á morgun verður aðveitustöðin í Geiradal straumlaus og þá er ekki hægt að keyra vélarnar saman þannig að til skömmtunar þyrfti að grípa. Þorsteinn biður því notendur að fara sparlega með rafmagnið meðan á þessu viðhaldi stendur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30