Tenglar

8. janúar 2011 |

Rafmagnstruflanirnar í Reykhólahreppi í óveðrinu

Veðurofsinn sem fór yfir Ísland í gær kom líka við í Reykhólahreppi. Strax í fyrrinótt var orðið rafmagnslaust í héraðinu. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða unnu hörðum höndum að því að koma rafmagni á sem fyrst. Vararafstöðin var keyrð til þess að halda rafmagni inni á Reykhólum. Rafmagnslaust var í stórum hluta af sveitinni og loka þurfti bankanum í Nesi vegna rafmagnsleysis. Sumir bæir voru án rafmagns í 10 klukkustundir. Ástæða þess er að aflrofi brann í aðveitustöðinni í Geiradal. Bráðabirgðaviðgerð var lokið um kl. 23 í gærkvöldi.


Þessar upplýsingar koma frá Guðmundi Ólafssyni Orkubúsmanni á Litlu-Grund í Reykhólasveit.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31