Tenglar

16. janúar 2010 |

Raforkufélagið Vesturorka í burðarliðnum

Þverun í mynni Þorskafjarðar.
Þverun í mynni Þorskafjarðar.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vinnur nú ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Orkubúi Vestfjarða og Bjarna M. Jónssyni að stofnun Vesturorku, félags sem tengist möguleikum á nýtingu sjávarfalla á Vestfjörðum. Tilgangur félagsins verður m.a. smíði og rekstur raforkuvera sem nota endurnýjanlega orkugjafa. Eins og fram hefur komið hefur að undanförnu verið unnið að því að kanna möguleika á Vestfjörðum á því að virkja sjávarföll. Athugunin er liður í meistaraverkefni Bjarna M. Jónssonar í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. „Þetta er mjög spennandi verkefni og við erum að vinna að því núna að koma félaginu á legg“, segir Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Atvest.

 

Á myndinni er sýnd þverun og brú í mynni Þorskafjarðar ásamt virkjun. Í brúnni eru hverflar sem framleiða rafmagn á útfalli. Rafleiðslur í formi jarðstrengja liggja með veginum. Myndin er byggð á gervitunglamynd frá Google.

 

Sjá einnig:

180 megavatta hámarksafl frá Þorskafjarðarvirkjun

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, sunnudagur 17 janar kl: 22:42

Hvernig stendur á því að það heyrist ekki hósti né stuna um þessa athyglisverðu hugmynd frá einum eða neinum hér í Reykhólahreppi? Er hreppsnefndin á klósettinu með niðurgang eins og ríkistjórnin, vegna ábendinga og hugmynda utanð komandi aðila?
Hvar er sveitastjórin? Leið yfir hann fyrir framan myndavélina í rokinu upp á Arnköttludal..í þetta eina skipti sem ég hef séð hann í viðtali við fréttamann? Hreppsnefndin ætti nú að skella sér á námskeið hjá fyrverandi sveitastjóra...og hressa upp á lookið fyrir næstu kostningar. Hann er einmitt að auglýsa námskeið hér á síðunni til handa málhölltum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31