Tenglar

16. desember 2014 |

Rafræn skilríki virkjuð á Reykhólum

Starfsmaður Landsbankans virkjar rafræn skilríki Auðkennis fyrir þá sem þess óska á venjulegum viðverutíma bankans á Reykhólum á morgun, miðvikudag. Til að athuga hvort hægt sé að virkja skilríki í farsímanum þarf að athuga hvort símakortið gefur kost á því. Það er prófað með því að slá inn símanúmerið á þessari slóð. Ef símakortið reynist ekki styðja rafræn skilríki þarf að sækja um nýtt kort hjá viðkomandi símafyrirtæki.

 

Þeir sem ætla að láta virkja skilríkin eru minntir á að hafa meðferðis ökuskírteini eða vegabréf, sem skanna þarf inn í þessu skyni.

 

Þeir sem ætla að sækja um rafræn skilríki vegna skuldaleiðréttingarinnar og vilja frekar fá skilríki á greiðslukorti en í farsíma geta sótt um hér.

 

Tekið skal fram, að sá sem vill hafa rafræn skilríki á greiðslukorti þarf að kaupa kortalesara. Þess vegna er eindregið mælt með með skilríkjum í farsíma. Þau gilda fyrir allar tegundir farsíma, sjá þó varðandi símakort hér að ofan.

 

Hér má sjá kynningarmyndskeið um rafræn skilríki

 

Landsbankinn er með afgreiðslu á Reykhólum á miðvikudögum, fyrst í Barmahlíð kl. 11.30-12 og síðan í húsakynnum Reykhólahrepps við Maríutröð kl. 13-16.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31